Draumur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Draumur

Fyrsta ljóðlína:Ég dvel hjá þér í draumi
bls.1966 bls. 68
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Ég dvel hjá þér í draumi
um dimma vetrarnótt,
í ástarörmum þínum,
— og allt er kyrrt og hljótt.
2.
Ég titra töfrum sleginn
og teyga koss af vör.
I æðum eldur logar,
og ástin ræður för.
3.
Þú litla, ljúfa vina
og lukku minnar dís,
þá áttu ein mitt hjarta,
unz aftur dagur rís.
4.
En draumsins töfrar dvína,
og dögun nálgast fer.
Við komu nýrrar nætur
á ný ég fagna þér.
5.
Þó vetrarvindar blási
og veki ugg með þjóð,
í kvíða jafnt og kæti,
ég kveð þér öll mín ljóð.