Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ísland | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Ísland

Fyrsta ljóðlína:Hvar ljóma skýin með himinfegri sjón?
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Hvar ljóma skýin með himinfegri sjón?
Er heiðríkjan annarstaðar meiri en um Frón?
Og hvar segja bárurnar betur því frá
sem bar við um heiminn og gleymast ei má?
2.
Hvar þylja fossarnir fegurri ljóð?
Og hvar sveifla norðurljósin bjartari glóð
en þar sem Saga hjá Sigföður skín
og syngur í gullskálum aldanna vín?
3.
Hvar er fegra grasið á grænkandi reit?
Og hvar stígur gufan úr jörðunni heit
megnar og tignar en Geysis í glaum,
glampandi kristall af undirheims draum?
4.
Þó örvænti margir og uppgefnir sé
og Ameríku þylji um gnóttir og fé –
hver vill því skeyta og skapa sér tár
og skera úr sér hjartað sem sló í þúsund ár?
5.
Því vort ertu, Ísland, og verður um öld,
því vakir sá gamli um morgun og kvöld;
og feðurnir gömlu þig gáfu oss víst
og grafkyrrt þú verður hvað sem agentum líst.
6.
Meðan fossinn er hvítur og fjöllin eru blá,
meðan faldar á jöklunum skínandi gljá,
meðan sumar og vetur fá svifið um ský:
Þú, snjómey, ert jafnfögur hjörtunum í.
7.
Þó framtak og dugnaður felist oss enn
í fjalldölum búa og trúa því menn
að enn komi tíð eftir eymdanna stund
og eitthvað flytji sólin í gulllegri mund.
8.
Hér var ég fæddur og hér skal mitt lík
hvíla í mold undir kistunnar brík,
hér bjuggu faðir og móðir og mey
og mín er þessi jörð hvort ég lifi eða dey.