Á höfuðdegi 2017 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á höfuðdegi 2017

Fyrsta ljóðlína:Fer um hugann funi kær
Viðm.ártal:≈ 2025
Flokkur:Biblíuljóð
1.
Fer um hugann funi kær,
frískur gleðibragur.
Sólskin stigum nýjum nær,
nú er höfuðdagur.
2.
Minning dags á mörkuð spor,
margt hún við sig hefur.
Trúin eykur þrek og þor,
þroskann sanna gefur.
3.
Þótt ég hirði heldur fátt
um Hannibal og Sesar,
elska ég á allan hátt
anda Jóhannesar.