(Sjá orðskv. 19,13 og 15,17) | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

(Sjá orðskv. 19,13 og 15,17)

Fyrsta ljóðlína:Nú veit ég er rétt, sem að Salómon sagði
bls.53
Viðm.ártal:≈ 1925

Skýringar

1. Nú veit ég er rétt, sem að Salómon sagði.
Sjálfur hef reynt, ég hef búið með flagði:
Um lekann af þakinu enginn er efi.
Ég er alveg að drepast úr hjónabandskvefi.
2. Ég ætlaði´ að lifa á kærleikans káli
en kerlingin steikir á ófriðarbáli
hatursins glóandi ófriðar-uxa.
Ég á enga stund til að reykja´ og hugsa.