Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Farfuglinn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Farfuglinn

Fyrsta ljóðlína:Þú fuglinn minn, sem flýgur hátt í skýjum
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Þú fuglinn minn, sem flýgur hátt í skýjum
til fjarra landa, yfir djúpan sjá
þér fagna blóm í suðurheimi hlýjum
ef hjálpar guð þér þeirra til að ná.
Ó, farðu vel, ég fylgi þér í anda
– þótt fótur minn sé bundinn jörðu við –
til þinna sælu, sólarríku landa
of svalan ægi, fjöll og klettarið.
2.
Ó, berðu kveðju blómum suðurheima
frá blíðri rós í kaldri norðanátt
er sér frá jörð til sælla ljóssins geima
með sára þrá um himinhvolfið blátt.
Er visna þau í glöðum geislabárum
sem guðs af himni falla á jarðarból
hún gæti svalað þeim með tregatárum
sem tæmdi vart hin ógnarbjarta sól.


Athugagreinar

Bókarhöf., Helga Jónasardóttir, segir nokkuð frá nöfnu sinni, sem missti ung unnustann í sjóinn. Hún segir: Sjálfa langar mig að tilfæra hér eitt smáljóð Helgu. En fátt eitt af því, er hún orti, mun hafa varðveist. Nefndi hún það Farfuglinn. . . . Svo mælti alþýðustúlkan af Vatnsnesi er enga menntun hafði hlotið aðra en uppeldi fátækra foreldra – og sorg sína.