Vorvísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vorvísur

Fyrsta ljóðlína:Brosir sól á himni heiðum
bls.175
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Brosir sól á himni heiðum
hlýnar geð.
Blærinn andar ástúðlega.
Allir með.
2.
Gleymast vetrarhretin hörðu
hjartað slær.
Sveipast grænum silkitröfum
sveitabær.
3.
Síli kát við sjávarstrendur
silfurgljá.
Lax á flúðum fimur stekkur.
Fagna má.
4.
Lifna grösin, laukar spretta
lindin hlær.
Þegar vorið vængjalétta
vappar nær.