Sauðárkrókur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sauðárkrókur

Fyrsta ljóðlína:Margt býr í skauti Skagafjarðar
Höfundur:Friðrik Hansen
bls.46
Viðm.ártal:≈ 1950
Margt býr í skauti Skagafjarðar:
Í skáldaþönkum drúpa grund og hóll.
Og ennþá standa ofanjarðar
þau Örlygsstaðir, Bóla og Tindastóll.
Í sumarhug þér söng vér flytjum
til sagnastöðva glaðir vitjum.
Heill, Sauðárkrókur, hetjubyggðar bær
þú blessist meðan kyssast fjöll og sær.