Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Jónsmessunótt á Tindastól | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Jónsmessunótt á Tindastól

Fyrsta ljóðlína:Jónsmessunótt þegar náttúran rís
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Jónsmessunótt þegar náttúran rís
eins og nýskapað blóm
og sólin hún dansar og geislarnir glansa
með glaðhlakka róm
um hafflötinn flæða og hæst upp til hæða
um hamra og tind.
Þeir gægjast í tjarnir og gleðjast sem barn
er þeir greina þar mynd.
2.
En dýrast af öllu er djásnið á botni
þess djúps, þessi steinn
sem flýtur nú upp til að fagna í nótt.
– Svo þú ferð ekki einn
um óskalönd draumanna, endalaus víðerni
ómælisgeims
sem standa þér opin og ætla þér gnótt
þessa óræða heims. –
Þú finnur til smæðar, – En fagnar í lotning
og færir fram bón:
Að megir þú umskapa mannlífsins veröld
að mynd þessa draums.