Orlofssöngur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Orlofssöngur

Fyrsta ljóðlína:Hér koma góðir gestir
bls.160-161
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Hér koma góðir gestir
glaðværir eins og þrestir
Ánægðir eru flestir
– allt er svo gott. –
Hljómsveitir harla stórar
hér eru æfðir kórar.
Heimska og hugarórar
hrakin á brott.
2.
Söngvar um húsið hljóma
heyra má glaða óma.
Allt er með sönnum sóma
– síðast og fyrst –
Dýrtíðin gleymd og grafin
gæfubraut rósum vafin
árferðis umbót hafin
ofin af list.