Fyrir hjónaskál | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Fyrir hjónaskál

Fyrsta ljóðlína:Hallist yður að
bls.56-57
Viðm.ártal:≈ 1700
1.
Hallist yður að
allt eins og ég bið
hrognkelsi, hákarl,
harður fiskur, smérið.
Kýrnar taki tíð,
tendrist eins og eldskíð
brennheitur blossi
bónda þíns í draumshlíð.
2.
Eigið engin börn
impótent sé hann
þó mest hafir þess þörf
það forgefins allt vann.
Láttu ekki lassann
linan brúka krassann.
Þið megið giftast
þið hafið fengið passann.


Athugagreinar

Leirulækjar-Fúsi kvað svo fyrir hjónaskál í brúðkaupi Eldjárns Hallgrímssonar