Stofnun Norðlingaskóla maí 2005 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Stofnun Norðlingaskóla maí 2005

Fyrsta ljóðlína:Hér var áð í árdaga
Viðm.ártal:≈ 2000
1.
Hér var áð í árdaga
eftir stranga ferð,
syðra nefndir Norðlingar,
til nægta ferðin gerð.
Ráðist yfir reginfjöll
í Reykjavíkurferð.
2.
Á sama holti er hópur manns
að hefja mikið verk.
Hér skal rísa hús til heilla
- hugsjónin er sterk.
Hver einstaklingur sem eignast von
er eilíft kraftaverk.
3.
Glöð í starfi, glöð í námi
göngum lífsins fjöll.
Sækjum í gnægtir gæfunnar
góða menntun - öll.
Hér skal reisa æsku okkar
ævintýrahöll.