Hvað | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hvað

Fyrsta ljóðlína:Hvað er mín sorg?
Heimild:Blágrýti.
bls.92
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Hvað er mín sorg?
– Einn dropi í harmsins hafi.
Hvað er mín iðrun?
– Lítið skilningsblik.
Hvað er mín sæla?
– Brot af geislagliti.
Hvað er mitt lífsverk?
– Nokkur blýantsstrik.
2.
Hvað er ég sjálfur?
– Fræ í andans akri.
Hvað ertu líf vort?
– Tilraun skaparans.
Hvað ertu heimur?
– Aflraun tveggja afla.
– annað er dauðans,
hitt er lífsandans.
3.
Helstefna ríkir nú
í veröld vorri.
Vansmíðir skapast,
þjáning eykst og sorg.
– Oss ber að styrkja
lífið vel í verki.
veljast í samtök
– rjúfa dauðans borg,