Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Jónsmessukvöld | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Jónsmessukvöld

Fyrsta ljóðlína:Þegar vorgolan stofnana strýkur
Heimild:Blágrýti.
bls.133
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þegar vorgolan stofnana strýkur
og í störinni hjúfrar um kvöld.
Þegar geislarnir glófagrir leika
yfir glitofin skýjanna tjöld.
Þegar bjart er um bláfjallatinda.
Þegar blikar á skipanna tröf.
— Þá kvikna í augunum eldar.
Þá fær æskan sinn vordraum að gjöf.
2.
Þegar fjalldrapinn allaufga angar.
Þegar andvarinn hvíslar að þér.
Þegar tíbrá í fjarskanum titrar.
Þegar talar hver alda við sker.
Syngur ómur í alfögrum heimi
og hann ómar um framtíðarstig.
Þessi ómur á eilífa töfra. —
Það er ástin sem kallar á þig.