Leit | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Leit

Fyrsta ljóðlína:Ævi manns er leit að sjálfum sér
Höfundur:Hermann Pálsson
bls.17
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Ævi manns er leit að sjálfum sér:
Um sína verund skimar margur hver
og kannar löngum einn þann innra heim
sem aldrei fyrir þjóðar sjónir ber.
2.
Enginn getur skilið annars heim
né áttað sig á kennileitum þeim
sem varða öðrum vegfaranda leið.
Því verður ólíkt margt með hverjum tveim.
3.
Ýmsir fara furðu skammt á leit,
finna heldur smátt af því sem er
og kynnast aðeins hluta af sjálfum sér.
En sanna heimsmynd enignn maður veit.