Eg hefi ei auðinn elskað | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Eg hefi ei auðinn elskað

Fyrsta ljóðlína:Mér líður ekki illa
Heimild:Kviðlingar.
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Mér líður ekki illa
og ekki heldur vel; –
því ævin er á þrotum
og ekki gull í skel.
Eg hefi´ ei auðinn elskað
og aldrei til þess fann;
er í ætt við soninn,
en ekki´ hinn ríka mann.
2.
En best er orð að efna,
þótt engan hafi dal;
og byrja bók að skrifa
með bara skal, eg skal!
því fyrir frægð og heiður
eg framtíð mína sel. –
Mér líður ekki illa
og ekki heldur vel.