Mitt skip er á förum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Mitt skip er á förum

Fyrsta ljóðlína:Kvöldið er dimmleitt, kyrrt og hljótt
bls.9
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Kvöldið er dimmleitt, kyrrt og hljótt,
kveðjuorð titra á vörum.
Skyggir af þungbrýnni skammdegisnótt;
– skip mitt er loksins á förum.
2.
Eg kveð þig síðasta, ástin mín ein,
sem ætlar að bíða mín heima,
og minningu bjarta um sæbarinn svein
til síðustu stundar geyma.
3.
Í myrkrinu þögulu mansöng eg kveð
í minningu liðinna dag.
Eg þrái að sigla, en þungt er mitt geð;
– þungur er sjór fyrir Skaga.