Jólakveðja 2014 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jólakveðja 2014

Fyrsta ljóðlína:Komdu og sjáðu barnið blunda rótt
Viðm.ártal:≈ 2000
Komdu og sjáðu barnið blunda rótt
á brjósti móður fyrstu jólanótt.
Komdu og hlýddu á þráða þakkargjörð
og þúsund engla syngja frið á jörð.

Enn koma jól sem bræða heimsins hjarn
heimsókn Guðs til þín – eitt lítið barn.


Athugagreinar

Framan á kortinu er mynd af móður sem heldur á barni sínu, en hendur, hár, andlit, háls og barmur móðurinnar myndar ramma myndarinnar. Höfundur ljóðs og myndar fékk hugmyndina um borð í ferjunni Akraborg.