Mig í hulda heima | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Mig í hulda heima

Fyrsta ljóðlína:Mig í hulda heima
bls.104
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Mig í hulda heima
höfga leiddi dá,
sjöfn þar fögur seima
sat um stund mér hjá;
stillt og blíð í bragði,
björt og hárafríð,
eitthvað um mig lagði
sem aldrei forðum tíð.
2.
En fagra hnossið Freyju
fékk mér gull í mund,
kyssti ég mæta meyju
á mærri gleðistund;
dýrðauðugi dalur,
dikt er sýndir mér,
víst eg væri falur,
að vera alltaf hér.