Vökunótt | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vökunótt

Fyrsta ljóðlína:Vökunótt með vinum góðum
Heimild:Feykjur.
bls.11
Viðm.ártal:≈ 1975
Vökunótt með vinum góðum
vermir geð að hjartarótum,
dregur mynd úr lofnarljóðum
lengst á veruleikamótum.
Flett er hugans kvæðakveri
kvikul stundin tóna semur,
eina nótt þó undan beri
ævin lengist sem því nemur.