Nafnlaust | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Nafnlaust

Fyrsta ljóðlína:Nú ég hróður háan inni
bls.60
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

1. Nú ég hróður háan inni
hlýði góðir menn:
Söguljóð og manna minni
metur þjóðin enn.
2. Mörg er þjóðar minning fögur
mörg var slóðin hál.
Hitnar blóð við hetjusögur
hverfist blóð í bál.
3. Mæddi þunginn harms og háska,
hjartað drunginn skar.
Bragur þrunginn glaum og gáska
gjarnan sunginn var.
4. Gleðifangin hrífast hjörtu
hvar sem angur býr.
Hýrnar vangi, brosi björtu
blómi angar nýr.
5. Lengist vaka, hægt í hljóði
húmið blakar væng,
lægir stakan brim í blóði
bólstað tak í sæng.