Þormóður Ísfeld Pálsson Kópavogi 1914–2007
EITT LJÓÐ — 47 LAUSAVÍSUR
Þormóður var fæddur á Njálsstöðum í Vindhælishreppi, A-Hún. Foreldrar hans voru Páll Sigurðsson Steingrímssonar og kona hans, Ingibjörg Sigurðardóttir. Þormóður tók Samvinnuskólapróf 1936. Hann var búsettur í Kópavogi frá 1953 og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum, var m. a. varaforseti og síðar forseti bæjarstjórnar í Kópavogi. Hann hefur ritað fjöld blaðagreina og sent frá sér kvæði, meðal annars ljóðabókina Haustlauf 1979 ásamt Baldri Pálmasyni. (Æviskrár samtíðarmanna III, bls. 428).