Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Leikmær | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Leikmær

Fyrsta ljóðlína:Ég var skipreika orðin við ókunna strönd
bls.159-160
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Ég var skipreika orðin við ókunna strönd,
og örlögin léku mig grátt:
ég týnt hafði að sjálfsögðu sokkum og skóm,
og síðast ég lenti í ræningjaklóm,
sem dró mig heim, þegar hallaði að nátt.
2.
Það var trúðskapur allt, það var leikur og list:
Þetta litfríða deyjandi kvöld,
þessi máni, sem skýjanna marvaða tróð,
þessi myrkvaði skógur, sem umhverfis stóð,
var allt málað á léreft, á tré og tjöld.
3.
En leikarinn ungi, sem leiddi mig um
hinn laufskrýdda, suðræna dal
úr lituðum striga um leikhússins hvel, –
hann lék bara ræningjann allt of vel,
því huga mínum og hjarta hann stal.
4.
Minn draumaheimur er allur enn
á eyjunni Tabúla-tá.
Ég kom þar aftur, en allt var breytt,
og engan kyssi ég framar svo heitt,
meðan hlæjandi þúsundir horfa á.