Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Upp til heiða | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Upp til heiða

Fyrsta ljóðlína:Leikur við hafsbrún lítið ský
bls.130
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Leikur við hafsbrún lítið ský.
Ljósnáttað vor er komið á ný.
Iðgrænir balar anga.
Vorgolan andar hógvær og hlý;
til heiðar ég ætla að ganga.
2.
Þar hef ég átt marga yndisstund
Yngist og hressist þjökuð lund,
er hverf ég frá byggð til heiðar.
Ég sný nú baki við hal og hrund
og held þangað minnar leiðar.
3.
Sögu ég marga og minning á
um mosarinda og stararflá
með vötnum og tærum tjörnum.
Oft hef ég hvílt mig örskammt frá
öndum og svanabörnum.
4.
Hér engir vágestir unnu mein.
Hér ei hafa snortið nokkurn stein
mannanna mislögðu hendur.
Hér ríkir náttúra Íslands ein.
Ég eigna mér þessar lendur.
5.
Þó byðist mér gull og gripafjöld,
þó gefa ætti mér konungsvöld,
ég aldrei eign minni farga.
Þó borgir ræningjum greiði gjöld,
guð mun heiðinni bjarga.
6.
En verðir þú þreyttur vinur minn,
og virðist þér borgar glaumurinn
hættur að heilla og seiða,
vera skaltu þá velkominn
að vormorgni upp til heiða.
7.
Hér muntu finna frið og skjól,
fegurri veröld, hlýrri sól,
lund þín léttast og kætast,
og vordraumar þeir, sem æskan ól
aftur birtast og rætast.