Til Guðmundar Inga skálds á Kirkjubóli | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til Guðmundar Inga skálds á Kirkjubóli

Fyrsta ljóðlína:Geislar vekja geðhrif mín
bls.181
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Skáldsþankar
Geislar vekja geðhrif mín,
glymur vordagskórinn
hugi sigrar Sólbráð þín
sjatna tekur snjórinn.

Því er bjart um þjóðarson
þann sem allan daginn
lífsins trú og lífsins von
ljóðar inn í bæinn.

Lengi syngdu sólarljóð,
sæll með yngdu lagi,
vængjaslyngur, vorri þjóð,
Vestfirðinga Bragi.