Sól á heiðum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sól á heiðum

Fyrsta ljóðlína:Nú er sumar og sólskin á heiðum
bls.42
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Náttúruljóð
Nú er sumar og sólskin á heiðum.
Þær seiða og lokka minn hug.
Þó ég sé við annirnar bundinn
þær andanum lyfta á flug.
Svo fer hann í ferðina þráðu
og fælist ei vofur né tröll,
með félögum glöðum og góðum
skal gista Hveranna völl.

Ég legg upp á laugardagsmorgni.
Nú er ljómandi föstudagssól
og skuggarnir læðast í lautum
en leika sér geislar á hól.
Á morgun við svala úr suðri
er sólin á brúnum fær völd
fer ég syngjandi suður um heiðar
og sæki því hrossin í kvöld.