Brot | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Brot

Fyrsta ljóðlína:Það ég lengi muna má
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1925
Flokkur:Skáldsþankar
mig þú burtu flæmdir

mínum bernskuárum á

í útlegt sekan dæmdir.

2.
Blærinn væri annar á

ástarkvæðum mínum

mig ef sett þú hefðir hjá

hirðskáldunum þínum.

3.
Innan stundar þryti þögn

þá til meins ei tefðu;

rætast mundi úr mér ögn

ef ég sveinsbréf hefði.

4.
Ennþá get ég sýnt þér samt

sanna karlmannslotning

í stefjaletri stutt nær skammt

stolta fjalladrottning!