Lóreley | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Lóreley

Fyrsta ljóðlína:Eg veit ei hvað frá mér tók friðinn
Höfundur:Heinrich Heine
Þýðandi:Benedikt Einarsson
Heimild:Són.
bls.nr. 17 bls. 90
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1840
Flokkur:Söguljóð
1.
Eg veit ei hvað frá mér tók friðinn
og fremst mér angur bjó
einn atburður löngu um liðinn
mitt leggst á hjarta þó.

2.
Það kólnar og rökkvar, nú rennur
hér Rín svo töfrahljóð
um hamargnúp háan þar brennur
og hríslar aftanglóð.
3.
Og uppi þar sólfögur situr
ung sæta með logabrár
og skrúðklædd við geisla- kvölds glitur
sitt glóbjart kembir hár.
4.
Og sér hún með gullkambi greiðir
og grátblítt flytur brag
en ómþýður söngurinn seiðir
með sárljúft töfralag.

5.
Og farmaður litlu á fleyi
þar fanginn er dularþrá
og launboðum leit eftir eigi
hann leit ei gnúp þeim frá.

6.
Svo bylgjan hjá blindskerjum þröngum
þar byrgir mann og fley
með seiðandi harmblíðum söngvum
þá sök á Lórelei.