Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Uppruni hörpunnar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Uppruni hörpunnar

Fyrsta ljóðlína:Það hyggja menn að harpa sú
Höfundur:Thomas Moore
Heimild:Kvistir.
bls.50
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Það hyggja menn að harpa sú
sem hrærir skáld við óð
sé dáin marardís, er söng
frá djúpi hjartnæm ljóð.
2.
Er hljótt var allt um heiðskír kvöld
hún hélt að ströndu ein
og ástir hennar flýttu för
á fund við ungan svein.
3.
En henni snerist sæla´ í sorg
því sveinninn ástum brá
hver eyktarstund varð eilífð heil
hvert andtak bærði sjá.
4.
Um síðir himinn hrærður leit
hve hrein var ástarþrá
og hafmey fékk í hörpu breytt
sem hugljúf tónvöld á
5.
Og þráin sama bærði brjóst
er bros sér lék um kinn
og fegurð alla´ er átti Rán
hún erfði´ í búning sinn.
6.
Sem þúsund geislar glóbjart hár
með gullnum tárum skreytt
í lokkum hrundi´ um hvítan arm
í hörpustrengi breytt.
7.
Og upp frá því um alla jörð
það ávallt heyrðu menn
að sérhvern tón í hörpu hreim
á hryggð og gleði í senn.