Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Íslensk hvatningarkveðja í dagsins önn - | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Íslensk hvatningarkveðja í dagsins önn -

Fyrsta ljóðlína:Veðrahamur fer um frón
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Sigurjón Guðmundsson frá Rútsstöðum ekur oftast flutningabílnum út á Ströndina - Skagströnd. Eitt sinn kom hann í vondu veðri og höfundur heilsaði honum með þremur vísum:
Veðrahamur fer um frón,
finnst á vegum hroði.
Sæll og blessaður Sigurjón,
Svínvetningagoði !
 
Þú ert æfður ökuþór,
ábyrgð heil í sinni,
þar sem reynsla rík og stór
ræður dómgreindinni.
 
Rútsstaða með rammaslag
rétt þú horfið tekur,
sést það margan sigurdag,
sama hvert þú ekur !