Liðið er sumar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Liðið er sumar

Fyrsta ljóðlína:Liðið er sumar
bls.62
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Náttúruljóð
Liðið er sumar
laumast að skuggar
lækkar sól

niðurinn þyngist
næturnar lengjast
við norðurpól

tyllt hefur vetur
tánum hvítu
á Tindastól

moldar í holu
mjóleit er skriðin
mús í skjól

skart er í hlíðum
skrúðbúið lyngið
skreytir hól

fuglarnir vorsins
ferðbúnir kveðja
foldarból

og vindurinn glettist
við grannleita ösp
á gulum kjól.