Rímur af Partalopa og Marmoríu - Úr 2. rímu | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Rímur af Partalopa og Marmoríu - Úr 2. rímu

Fyrsta ljóðlína:Ég er meyjan Marmoría menntaríka
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ég er meyjan Marmoría menntaríka
dæmi ég það dirfðin staka
að darra við ég á að taka.

2.
Ræð ég mörgum ríkjum kóngs og rentu þjónum
hertogum, jörlum, herrum fínum.
Hlöðver líka, föður þínum.

3.
Hefirðu ekki heyrt mér getið hér í ríki
hver er þeirra merktar maki
maður eður sá ég taki.

4.
Rétt fimm hundruð röska hef ég riddarana
ekki kemstu Freyr en fleina
frá mér leynigötu neina.

5.
Hálfu fleiri herlýður með hjörinn stranga
áttu hingað orkuringur
erindiskornið vesalingur.

6.
Þá við meyju mildings arfinn mælti svona:
Ég hræðist ekki hermenn þína
hreysti þó ei spari sína.

7.
Mínu fjöri fæ ég hlíft með Fjölnis skari
fremdar meira falla væri
fyrir þeim sem nokkuð hræri.

8.
Veit ég þó að völd ert þú af villum mínum
fyrir svoddan að mér einum
ættir þú að mæta skeinum.

9.
Þér skal verða þrágoldið í þeirri vissu
hér í hvílu meydóm missa
munninn á þér líka kyssa.