Vilhjálmur frá Skáholti | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vilhjálmur frá Skáholti

TVÖ LJÓÐ — TVÆR LAUSAVÍSUR
Vilhjálmur Björgvin Guðmundsson var fæddur í Skáholti við Drafnarstíg í Reykjavík og kenndi sig jafnan við fæðingarstað sinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson sjómaður og kona hans Sigurveig Einarsdóttir. Vilhjálmur stundaði ýmis störf samhliða skáldskapariðkun. Kvæðabækur hans eru: Næturljóð 1931, Vort daglega brauð 1935 (aukin útgáfa 1950), Sól og menn 1948, Blóð og vín 1957, Sýnisbók kvæða hans er Jarðnesk ljóð 1959. (Ísl. Skáldatal II, bls. 81.)

Vilhjálmur frá Skáholti höfundur

Ljóð
Á café ≈ 0
Reykjavík ≈ 0
Lausavísur
Ef að Kolbeinn á mig ráðast þyrði
Stæli ég glóandi gulli