Guðríður Guðmundsdóttir 1897–1992
EITT LJÓÐ — TVÆR LAUSAVÍSUR
Hún fæddist á Gauksmýri í Húnavatnssýslu 2. maí 1897. Foreldrar hennar voru Ólöf Sigurðardóttir, ekkja á Gauksmýri og Guðmundur Sveinsson bróðir Sigurbjörns Sveinssonar, skáldsins góða sem fæddist í Kóngsgarði í Fossadal. Leiðir foreldranna lágu ekki saman og ólst Guðríður upp hjá frændfólki sínu að Hnjúki í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hún fór tvo vetur í Kvennaskólann á Blönduósi.
Tuttugu og fimm ára gömul fór hún til Vestmannaeyja en þá hafði faðir hennar og fleira föðurfólk flust þangað. Guðríður ætlaði aðeins að dvelja MEIRA ↲
Hún fæddist á Gauksmýri í Húnavatnssýslu 2. maí 1897. Foreldrar hennar voru Ólöf Sigurðardóttir, ekkja á Gauksmýri og Guðmundur Sveinsson bróðir Sigurbjörns Sveinssonar, skáldsins góða sem fæddist í Kóngsgarði í Fossadal. Leiðir foreldranna lágu ekki saman og ólst Guðríður upp hjá frændfólki sínu að Hnjúki í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hún fór tvo vetur í Kvennaskólann á Blönduósi.
Tuttugu og fimm ára gömul fór hún til Vestmannaeyja en þá hafði faðir hennar og fleira föðurfólk flust þangað. Guðríður ætlaði aðeins að dvelja þarna skamman tíma en dvaldist svo þar um tuttugu og fimm ára skeið. Hún byggði húsið Brekastíg 20 ásamt föður sínum.
Til heimilis hjá Guðríði var föðurbróðir hennar og elskulegur vinur, skáldið og rithöfundurinn Sigurbjörn Sveinsson, en hann hafði verið all mörg ár barnakennari í Vestmannaeyjum. Bjuggu þau í öðrum enda hússins en faðir hennar og fjölskylda hinum megin. Foreldrar mínir bjuggu í næsta húsi og var það okkur mikil gæfa að eignast slíka nágranna. Enda var alla tíð mikil vinátta milli heimilanna, jólaboð á víxl með yndislegum gleðskap, gítarleik og söng, fiðluspili og frumsömdum ljóðum.
Guðríður lagði gjörva hönd á margt. Hún kenndi börnum að lesa. Lengi hafði hún prjónastofu og þótti vera snillingur í prjónlesi, samhliða því rak hún um tíma litla prjónavörubúð. Síðar gerðist hún matráðskona á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og leysti það starf af hendi með mikilli prýði segir Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir í minningagrein í Mbl.: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/89963/ Guðríður lést 6. júlí 1992 ↑ MINNA