sr. Guðlaugur Guðmundsson | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

sr. Guðlaugur Guðmundsson 1853–1931

SEXTÁN LAUSAVÍSUR
Guðlaugur var fæddur í Syðri-Skógum í Kolbeinsstaðahreppi, sonur Guðmundar Gíslasonar í Syðri–Skógum og seinni konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur. Guðlaugur útskrifaðist úr Prestaskólanum 1887. Hann var prestur að Staðarhrauni í Hraunhreppi, síðar Skarðsþingum og sat þá um tíma að Melum á Skarðsströnd en einnig í Hvalgröfum og Dagverðarnesi. Þá var hann prestur á Stað í Steingrímsfirði 1908–1921 og bjó að Hrófbergi. Hann fékk lausn frá embætti 1921 og fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó til dánardags. Kona Guðlaugs var Margrét Jónasdóttir, prests á Staðarhrauni. Meðal barna þeirra var Jónas Guðlaugsson skáld. Eftir Guðlaug eru Ljóðmæli, sem út komu 1925, og rímur og lausavísur í handritum. (Sjá Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár II. Reykjavík 1949, bls. 118).

sr. Guðlaugur Guðmundsson höfundur

Lausavísur
Allt mun standa heima hér
Bræðir hún snjóa björt og fríð
Fjandinn sendi grænan Gest
Frjáls er andinn ferðbúinn
Fyrir handan heljarbrún
Hnappa gljár á gullið minnst
Mengi kífsins hrindir hel
Mig ef eigi seggir sjá
Ólgar um keipa svalið salt
Rotin er húð en rotnari sál
Skortur fjár og fjandleg grönd
Sól í heiði sjáleg hlær
Útlitið er alloft tál
Þó særi hjartað sorgarör
Örlög standa fyrir fast

sr. Guðlaugur Guðmundsson og Jakob Aþanasíusson höfundar

Lausavísa
Þar sem dökkleit þrenning býr