SöfnÍslenskaÍslenska |
Einar Sigurðsson á Reykjarhóli 1843–1910EITT LJÓÐ — FJÓRTÁN LAUSAVÍSUR
Einar var fæddur á Nolli við Eyjafjörð, sonur Sigurðar Einarssonar vinnumanns og konu hans, Kristín Jónasdóttir. Einar missti móður sína þriggja ára gamall og var honum þá komið fyrir hjá föðursystur sinni, Rósu Einarsdóttur á Skriðulandi og manni hennar, Stefáni Guðmundssyni. Þau fluttu síðan á Djúpárbakka og þaðan að Vöglum á Þelamörk. Ólst Einar upp hjá þeim hjónum í Eyjafirði en fluttist til Skagafjarðar 1868. Var hann þar fyrst í vistum en varð síðar bóndi á Kárastöðum 1874–1877 og Reykjarhóli hjá Víðimýri 1877-1907. Kona Einars var Rósa Gunnlaugsdóttir. Einar var gleðimaður og ágætur hagyrðingur. (Sjá: Skagfirzkar æviskrár 1890-1910, III. Akureyri 1968), bls. 52 og Hannes Pétursson: „Einar á Reykjarhóli.“ Skagfirðingabók 3, bls. 118–156)
Einar Sigurðsson á Reykjarhóli höfundurLjóðNokkrar lausavísur ≈ 1900LausavísurBlíðlyndir og bestu vinirEg vil fara upp á dekk Ég hef vaðið víða um storð Ég var eins og ekki neitt Halda safni frægir frá Hausinn allur hárlaus er Heyrðu séra Hallgrímur Ís að strindi áls um rann Margan Kristján gleður gest Oft á fætur fer um næturtíma Ókurteisi öllum frá Undirskrifta kolsvart kvöld Veraldar úr fornri flík Yfir svæði yfir tún |