Sveinbjörn Beinteinsson 1924–1993
EITT LJÓÐ — 38 LAUSAVÍSUR
Sveinbjörn fæddist í Grafardal norðan við Botnsheiði þann 4. júlí 1924, en var jafnan kenndur við Dragháls í sömu sveit, þar sem hann bjó lengst af. Hann var skáld gott, kvæða- og fræðimaður, og eftir hann liggja nokkrar ljóðabækur og kver, auk bókarinnar Bragfræði og háttatal, sem er undirstöðurit kvæðamanna. Hann var skógræktaráhugamaður náttúruunnandi. Sveinbjörn var stofnandi Ásatrúarfélagsins og var allsherjargoði þess allt til dánardags og varð heimsþekktur fyrir. Sveinbjörn lést þann 23.desember 1993.