Haraldur Hjálmarsson frá Kambi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Haraldur Hjálmarsson frá Kambi

FIMMTÁN LAUSAVÍSUR
Haraldur var fæddur á Hofi á Höfðaströnd, sonur Hjálmars Þorgilssonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur. Haraldur missti móður sína á fyrsta ári. Hjálmar, faðir hans flutti að Kambi í Deildardal 1913 og þar ólst Haraldur upp og var jafnan kenndur við þann bæ. Á fullorðinsárum vann hann ýmis störf bæði í Skagafirði og á Siglufirði en síðast var hann bankaritari í Útvegsbankanum í Reykjavík. Haraldi þótti sopinn góður og fáir hafa ort jafnvel um kynni sín við Bakkus og hann. Árið 1992 var kveðskapur hans gefin út á bók. Björn Dúason safnaði efni til hennar og skrifar „Aðfaraorð“ en Hjalti Pálsson ritar þar um ævi Haralds, „Haraldur Hjálmarsson frá Kambi (1908–1970)“. (Sjá Ljóð og lausavísur – Hagyrðingur af Höfðaströnd, Akureyri 1992)

Haraldur Hjálmarsson frá Kambi höfundur

Lausavísur
Af tilhlökkun titrar minn barmur
Brennivín er bezti matur
Byrðar lífsins ber ég hátt
Eg er blankur yfirleitt
Ég drekk fremur faglega
Ég drekk til þess að lifa og lifi til að drekka
Ég hætti að drekka í hálfan mánuð hérna um daginn
Haraldur er á því enn
Hátt og hvelft er á þér enni
Hundrað prósent hef ég þrótt
Ljóð mín eru lítils verð
Nú er foldin föl á brá
Undarlega í mig leggst
Það er ekkert þjóðartjón
Þessi kjáni þykist maður,