| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Það er ekkert þjóðartjón

Bls.207
Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Jón Kristófer segir frá því í stríðsminningum sínum að morguninn sem Hekla byrjaði að gjósa (1947) hafi hann, Halli Hjálmars og Dósi (Dósóþeus Tímóteusson) gengið út af sjoppu þar sem þeir höfðu setið að drykkju. Voru þar blaðastrákar að hrópa upp tíðindi af hinu nýhafna gosi. Orti þá Haraldur vísu þessa.
Það er ekkert þjóðartjón
þó að Hekla gjósi
en illt er að vera verri en Jón
og vitlausari en Dósi.