Árni Gíslason í Höfn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Árni Gíslason í Höfn 1724–1809

TVÖ LJÓÐ — FIMM LAUSAVÍSUR
Árni var sonur séra Gísla Gíslasonar á Desjarmýri í Borgarfirði eystri og konu hans, Ragnheiðar Álfsdóttur. Árni bjó á Höfn í Borgarfirði eystri. Hann var karlmenni og skáld og lét gjarnan fjúka í kviðligum og gat þá verið stríðinn. Árni sótti sjóinn jafnan meðfram búskapnum enda liggur Höfn hvað best við sjósókn af jörðum í Borgarfirði. Synir Árna og konu hans, Guðlaugar Torfadóttur, voru hinir nafnkenndu Hafnarbræður, þeir Jón og Hjörleifur, sem landsfrægir voru fyrir afl sitt og hreysti.

Árni Gíslason í Höfn höfundur

Ljóð
Borgarfjarðarbragur ≈ 1775
Hásljóð ≈ 1775
Lausavísur
Enskir tveir með sómasið
Margir klaga óársöld
Þegar ég skilst við þennan heim
Þegar kemur Þóra á Bakka
Þótt hann geri þokumuggu