Magnús Ólafsson í Laufási | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Magnús Ólafsson í Laufási 1573–1636

ÞRJÚ LJÓÐ
Magnús var sonur Ólafs Helgasonar á Hofsá í Svarfaðardal en ekki er vitað hvað móðir hans hét. Hún lenti í hrakningum með barnið kornungt og varð úti en Magnúsi varð bjargað. Benedikt Halldórsson, umboðsmaður Möðruvallaklausturs, tók þá sveininn að sér. Magnús nam í Hólaskóla og fór síðan í Hafnarháskóla um 1590 og dvaldi árum saman í Kaupmannahöfn. Hann varð prestur á Völlum í Svarfaðardal og um tíma rektor á Hólum. Árið 1622 fékk hann Laufás og sat þar til dauðadags 1636. Kona Magnúsar var Agnes Eiríksdóttir prests á Auðkúlu. – Magnús var fræðimaður mikill og skáld allgott. (Sjá einkum: Anthony Faulkes: Magnúsarkver. The Writings of Magnús Ólafsson of Laufás. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Reykjavík 1993)

Magnús Ólafsson í Laufási höfundur

Ljóð
Ad lectorem ≈ 1600
Flateyjarríma ≈ 1626–1628
Klögun af þremur sálaróvinum, holdi, heimi og djöfli. ≈ 1600