Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ósk | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Ósk

Fyrsta ljóðlína:Nú orkan er leyst úr læðing
Viðm.ártal:≈ 1975
Nú orkan er leyst úr læðing
og auðlegð er nóg á jörð,
að uppfylla mannsins þarfir
og friður fer yfir hjörð.

Um löndin fer hlýþeyr heitur
og hjörtun þau finna ró
og nú munu svangir seðjast
af mat verður ætíð nóg.

Og nú þegar vetur hverfur
og vorið það heilsar hlýtt,
með dugnað, hreysti og framtak
og mannkynið verður sem nýtt.

Nú gott áttu góða Ísland
þig vorgyðjan vermir hlý
og börnin þín frelsinu fagna
þá sumarið kemur á ný.

Með vináttu, frið og fögnuð
fer þjóðanna bræðralag,
þeir efla og styrkja hvorn annan
og bæta hvors annars hag.