Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vorið kom | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Vorið kom

Fyrsta ljóðlína:Ég veit ei hvað því veldur
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð

Skýringar

Vorljóð.....
Ég veit ei hvað því veldur
en ég vakti í nótt,
því vorvindurinn guðaði á glugga.
Í kyrrðinni söng þröstur
og barnið andar hljótt.
Við bryggju öldur bátnum þínum rugga.

En geturðu ekki sofið
og gleði í huga býr,
er fyrstu vorsins hljóðin
inn þú heyrir.
Þá komdu til mín vinur
minn faðmur bíður hlýr,
því ungu fólki vorið engu eirir.