Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Árið 1974 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Árið 1974

Fyrsta ljóðlína:Nú nýtt er að hefja hér göngu
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1974

Skýringar

Hugleiðingar skáldsins....
Nú nýtt er að hefja hér göngu
árið sem framundan er
og nú þarf að nota þá ströngu
því breyting mun verða á hér.

Ég efli og treysti minn vilja
og húsmóðir verð ég svo góð
við matreislu, þrifnað og nýting
því yrki ég um þetta ljóð.

Á árinu sjálf mun ég verða
svo falleg og pen að sjá,
þá keppir og kúlur hverfa
það er munur að vera svo frá.

Svo mittisgrönn, mjó og lagleg
er holdin þau renna mér af
og sjálf verð ég aldeilis hissa
hve vel tekst að koma í lag.

Við íþróttir, aðhald og vilja
ég efli og aga minn skrokk,
svo hjólliðug mun ég þá verða
að minnir á nýsmurðan rokk.

Og bóndi minn sterkur og styrkur
hann eflist af þrótti á ný.
Hann vorinu heilsar með fögnuð
hann vorgolan vermir hlý.

Húsið mitt fínt er og fágað
ég fjarlægi burt allt dót.
Þar ilmar allt bónað og nýfægt
á árinu geri ég bót.

Ég útilíf ætla að stunda
og fjöllin ég klíf svo há.
Þar grösin ég tíni í poka
þá nýjan ég lífsþrótt mun fá.