Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Drengurinn minn | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Drengurinn minn

Fyrsta ljóðlína:Sonur minn blíðasti sestu hjá mér
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1940

Skýringar

Ort til þriggja ára sonar.
Sonur minn blíðasti sestu hjá mér
syng ég mitt fegursta ljóð handa þér.
Stanslausa erilinn stilla skalt þinn
stóri og þróttmikli drengurinn minn.

Farðu að sofa, ó sonur minn kær
svefninn með draumunum yndi þér ljær.
Drottinn sé gimsteinn og græðarinn þinn
glaði og námfúsi drengurinn minn.

Forðastu allt sem að freista þín kann
er fávísi sollurinn ginnir í mann.
Standi svo Drottinn við stýrisvöl þinn
stríðni og hrekkjótti drengurinn minn.

Vertu því aðstoð sem vanmáttugt er
veistu að Guð til þín hvarvetna sér.
Sé hann í mótlæti sigurinn þinn
sönggefni móeygði drengurinn minn.

Dreymi þig allt sem að dásamlegt er.
Drottinn mun vaka við rúmið hjá þér.
Rís svo upp glaður með roða á kinn
röggsami þriggja´ ára drengurinn minn.