Ballett | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Ballett

Fyrsta ljóðlína:Blár himinn, blá tré
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
Blár himinn, blá tré,
hvítur máni,
bleikir armar.

Léttir fætur í ljúfum dansi
stígandi takt
bak við gullin tjöld.

Titrandi tónn í stórum sal
myndar þrá til lífs
í undraljóði.

Svífandi hendur til og frá,
lítil fiðrildi í sólarljósi

lyfta sér til himins
og falla svo til jarðar
líkt og fjúkandi lauf
að haustmorgni.