Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Morgunn | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Morgunn

Fyrsta ljóðlína:Hann lyftir sér í ljóma yfir Jörð
bls.139 - 140
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1915-1922

Skýringar

Úr syrpunni MENN OG MINNI FRÁ 1915-1922 ...
Tileinkað Morgni, tímariti Sálarrannsóknafélags Íslands.
Hann lyftir sér í ljóma yfir Jörð.
Hann lífgar dautt, hann brynnir þyrstum sálum
úr ljóssins hreinu, glæstu, gullnu skálum.
Hann glitar rósum kaldan, beran svörð.
Hann kyndir glóð að þúsund björtum bálum
og byrjar fyrstur lífsins þakkargjörð.

Og jörðin rís úr rekkju í ljósi hans
og réttir brjóst sín móti sólskinsstraumi.
Hver stirður fótur stígur gleðidans.
Hver stuna verður ljóð í fagnaðsglaumi
og visin stráin verða blómsturkrans.
Hver vængur hefst til flugs úr hreiðurdraumi.

Er dagur ljómar, lifnar mold og grjót.
- Án ljóss er veröld kaldur, dauður geimur.
Alt þráir dag og leitar ljósi mót.
eitt lítið strá er sólskinselskur heimur.

Er ljósið kemur lýkst upp veröld hlý.
Vér lítum yfir víða, bjarta heima
og horfum glaðir nýja eilífð í
og eygjum þaðan hingað til vor streyma
úr uppsprettu, sem alltaf verður ný,
þær elfur, sem að lífið í sér geyma. -

- Og þessi „ Morgunn “ vill hið sama vinna:
að verma hjörtun, flytja ljós í sál,
að kynda viltum vegfarendum bál,
á veigum ljóssins þystri kynslóð brynna.
- Á Guð og eilífð alltaf vill hann minna
og yfir Jörðu syngja lífsins mál.