Faxmikil fjallaljón | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Faxmikil fjallaljón

Fyrsta ljóðlína:Í Sveinsstaðaafrétt þann 7. október
bls.100
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1973

Skýringar

Í eftirleit á Sveinsstaðaafrétt 1973 skrifaði Hjörtur allnákvæma lýsingu á mönnum og atburðum í bundnu máli.
Í Sveinsstaðaafrétt þann 7. október
seggirnir riðu og dável þeir skemmtu sér.
Étandi, súpandi, syngjndi, hlæjandi,
suma þá yngri í stelpurnar klæjandi.

Á Vesturárdal fóru vöskustu kapparnir,
valdir, því þeir eru knástir og skarpastir.
Ármann og Hjörtur, tvö faxmikil fjallaljón,
fyrir svo utan þá Stefán og Bakka-Jón.

Í Sveinsstaðaskálinni skófu þeir dreggjarnar,
skriðu eins og kettir um sárbeittar eggjarnar.
Í Almenning fór síðan óskaplegt mannavað,
allnýtir þegnar, þó bágt sé að sanna það.