Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Úti er Reimar kappinn | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Úti er Reimar kappinn

Fyrsta ljóðlína:Hér er lamið hart á þil
bls.84-85
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1968

Skýringar

Í eftirleitum á afréttinni, 12. okt. 1968, mannlífsmyndir úr Bragganum. Skarkali mikill undir morgun boðaði komu Reimars á Steindyrum og Árna fjallskilastjóra og komu ekki tómhentir.....
„ Baccardi romm er það sem alþýða manna kallar Bakharð.“
Reimar bóndi var hagyrðingum endalaus uppspretta kveðskapar, enda vinsæll gleðskaparmaður.
Hér er lamið hart á þil,
hringsnýst tappi í stúti.
Vart þarf mikla visku til
að vita hver er úti.

Fram á gólfið skoppar skál,
skýst úr stúti tappinn.
Það er ekkert efamál
að úti er Reimar kappinn.

Blessaður sé Bakarður,
boðinn hetjum sönnum
sem Árni, skýr og skakharður,
skenkir gangnamönnum.

Bögglingslegt er Reimars rím
því rímskilninginn vantar fantinn.
Og svo vantar líka lím
til að líma saman á honum trantinn.

Fræg er Reimar rausnin þín,
hún reynist best þá þörf er mest.
Æ bjóddu mér nú brennivín,
það bætir flesta mannlífspest.