Hvort ferðu ekki að tygja þig Torfi | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Hvort ferðu ekki að tygja þig Torfi

Fyrsta ljóðlína:Sveinsstaðaafréttin haustföl og hrein
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1960

Skýringar

Torfi Guðlaugsson var fastur maður í afréttinni í fjölda ára og gekk fyrir Þórarinn á Tjörn.
Eftir að hann flutti til Akureyrar fækkaði ferðum hans í afrétt og taldi Hjörtur sig þurfa að ýta við honum og sendi honum þessa brýningu um 1960.
Sveinsstaðaafréttin haustföl og hrein
heillar mig enn, meir en fertugan svein.
Hugurinn yngist þá skellt er á skeið
um Skíðadals grundir í þeysandi reið.
Hvort ferð´ ekki að tygja þig Torfi?

Heima á bæjunum bændanna lið
býr sig í göngur að feðranna sið.
Hesta þeir járna, að hnökkum þeir gá,
hangikjöt kaupa og pelana á
brennivín blanda í laumi.