Vorvísur | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Vorvísur

Fyrsta ljóðlína:Velkomið vor
bls.1919 13.06 26.tbl. bls. 102
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1919
Flokkur:Náttúruljóð
Velkomið vor!
Lífsaflið leysir úr fjötrum
landið mitt færir úr tötrum.
Velkomið vor.

Sólríka vor!
Ljómandi ljósgeislar kvika.
Leiftrandi á himninum blika.
Sólríka vor.

Líknandi vor!
Frostmeiðslin gyllir og græðir.
Grundina blómskrúði klæðir.
Líknandi vor.

Yndi og líf!
Alsstaðar auganu mætir.
Angraða sálina kætir.
Yndi og líf.

Lof sje þjer Guð!
Þú sem ert himninum hærri.
Heiminum gjörvöllum stærri.
Lof sje þjer Guð.